Íbuð á efri hæð á tveggja hæða húsi. Uppgangan er björt og með handriði öðrum megin. Fataskápur fyrir yfirhafnir er á stigapallinum. Skógrind er á neðri hæðinni þar sem gengið er inn.
Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi tveggja manna herbergi með tveimur hágæða uppábúnum rúmum. Herbergin eru misstór og er minnsta herbergið (ekki sérinngangur) inn af stærsta herberginu. Í einu herbergi er fataskápur en í hinum herbergjunum eru snagar og fatastandur.
Stofan er mjög stór en þar geta gist 2 í tveimur uppábúnum rúmum. Þar er hornsófi, 55 tommu sjónvarp með myndlykli frá Símanum, dvd spilari, borðstofuborð og setukrókur.
Eldhúsið er afar rúmgott með öllum tækjum sem prýðir fullbúið heimili, s.s. eldavél, uppþvottavél, ísskápur, frystiskápur, örbylgjuofn, ristavél, kaffivél, hraðsuðuketill og borðbúnaður fyrir 12 manns.
Baðherbergið er með baðkari með sturtu (og hárþurrku).
Austan og sunnan við húsið er stór garður og verönd með grilli, borði og stólum og skjólgóðri girðingu að sunnan ásamt heitum potti sem er sameiginlegur með bústöðum sem eru á lóðinni.